Bandaríski fjölmiðillinn CBS Sports hefur greint frá því að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo sé búinn að skrifa undir samning við sádi-arabíska félagið Al-Nassr.
Samkvæmt CBS Sports skrifaði Ronaldo undir samninginn í dag enda herma heimildir miðilsins að Ronaldo sé þegar búinn að standast þann hluta af læknisskoðun sinni sem hafi gert honum kleift að skrifa undir.
Áætlað er að síðari hluti læknisskoðunarinnar fari fram í næstu viku.
Hjá Al-Nassr mun hinn 37 ára gamli Ronaldo þéna ríkulega, eða um 75 milljónir bandaríkjadala á ári, en CBS greinir ekki frá því hve langur samningurinn er.
Samkvæmt Daily Mail er um sjö ára samning að ræða þar sem Ronaldo mun halda áfram að starfa fyrir Al-Nassr þegar skórnir fara á hilluna, þá sem sendiherra félagsins.
Uppfært klukkan 21:25: Al-Nassr hefur staðfest vistaskiptin á Twitteraðgangi sínum.
History in the making. This is a signing that will not only inspire our club to achieve even greater success but inspire our league, our nation and future generations, boys and girls to be the best version of themselves. Welcome @Cristiano to your new home @AlNassrFC pic.twitter.com/oan7nu8NWC
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) December 30, 2022