Blind semur við Bayern

Daley Blind var í stóru hlutverki hjá Hollendingum á HM.
Daley Blind var í stóru hlutverki hjá Hollendingum á HM. AFP/Raul Arboleda

Daley Blind, hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er kominn til München í Þýskalandi og skrifar þar að óbreyttu undir samning við stórveldið Bayern í dag, að lokinni læknisskoðun.

Blind fékk sig lausan undan samningi við hollensku meistarana Ajax um jólin en hann lék alla fimm leiki Hollands á heimsmeistaramótinu í Katar og skoraði í sigurleiknum gegn Bandaríkjunum í sextán liða úrslitunum.

Hann lék sinn 99. landsleik þegar Holland féll út fyrir Argentínu eftir vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum.

Blind er 32 ára gamall og var í röðum Ajax frá átta ára aldri og lék með félaginu að undanskildum fjórum árum hjá Manchester United á árunum 2014 til 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert