Danska knattspyrnukonan Sofie Lundgaard hefur skrifað undir samning við Liverpool og mun leika með kvennaliði félagsins næstu ár.
Hin tvítuga Lundgaard leikur á miðjunni og er keypt frá Fortuna Hjörring í heimalandinu, þar sem hún hefur verið lykilmaður undanfarin ár.
Lundgaard hefur leikið fyrir öll yngri landslið Danmerkur en á enn eftir að spila fyrir A-landsliðið.
Liverpool er sem stendur í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 8 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.