Íslenskar knattspyrnukonur leika með helmingi liðanna í ítölsku A-deildinni eftir að Akureyringurinn Margrét Árnadóttir samdi við Parma um síðustu helgi.
Margrét er sú fimmta sem leikur í deildinni í vetur, með jafnmörgum liðum, en tíu lið leika í deildinni á yfirstandandi tímabili í stað tólf áður.
Keppninni var breytt í sumar, um leið og liðum var fækkað úr tólf í tíu. Tekin var upp full atvinnumennska í deildinni í fyrsta skipti en liðin voru flest hálf-atvinnulið þar til í sumar. Liðin leika hefðbundnar 18 umferðir en síðan er deildinni skipt í tvennt þar sem fimm efstu liðin leika áfram um meistaratitilinn en fimm neðri liðin um að halda sér í deildinni.
Greinin í heild er í Morgunblaðinu í dag