Orri lánaður til SönderjyskE

Orri Steinn Óskarsson í treyju SönderjyskE í dag.
Orri Steinn Óskarsson í treyju SönderjyskE í dag. Ljósmynd/@SEfodbold

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur verið lánaður frá FC Köbenhavn til danska B-deildarliðsins SönderjyskE.

Þetta kemur fram í danska fjölmiðlinum BT sem segir að Orri sé lánaður til félagsins út þetta tímabil, eða fram í júní á þessu ári.

Orri, sem er 18 ára gamall sóknarmaður, hefur verið í röðum Köbenhavn frá 2019 og spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni síðasta vor. Hann hefur síðan komið við sögu í fjórum leikjum í deildinni á þessu tímabili ásamt því að koma tvívegis inn á sem varamaður með liðinu í Meistaradeild Evrópu.

Hann hefur leikið 33 leiki með yngri landsliðum Íslands, sex þeirra með 21-árs landsliðinu, og skorað í þeim 23 mörk.

SönderjyskE féll úr dönsku úrvalsdeildinni síðasta vor og er nú í sjötta sæti B-deildarinnar, en þó aðeins sex stigum frá öðru sætinu. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með félaginu og bakvörðurinn Atli Barkarson er meðal leikmanna þess.

Orri Steinn á æfingu U21-árs landsliðsins.
Orri Steinn á æfingu U21-árs landsliðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert