Barcelona er með átta stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sannfærandi 3:0-heimasigur á Sevilla í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik hrökk Barcelona í gang í seinni hálfleik og þeir Jordi Alba Gavi og Raphinha skoruðu allir á 20 mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Raphinha lagði upp markið á Gavi.
Eftir sigurinn er Barcelona með 53 stig, átta stigum meira en Real Madrid, sem tapaði óvænt fyrir Mallorca fyrr í dag.