Portúgalinn Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann í enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa fengið fjögur gul spjöld í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi keppnistímabili.
Silva mun taka bannið út á miðvikudagskvöld þegar Fulham heimsækir Sunderland í endurteknum leik í ensku bikarkeppninni.
Þar er sæti í 16-liða úrslitum keppninnar í húfi en þar sem Silva verður í banni má hann ekki vera á hliðarlínunni í leiknum.