Lagði upp mark í Hollandi

María Catharina Ólafsdóttir Gros lagði upp mark í dag.
María Catharina Ólafsdóttir Gros lagði upp mark í dag. Ljósmynd/Fortuna Sittard

María Catharína Ólafsdóttir Gros lagði upp mark fyrir Fortuna Sittard þegar liðið tók á móti Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með jafntefli, 2:2, en María lagði upp jöfnunarmark Fortuna Sittard í uppbótartíma í stöðunni 1:2.

María, sem lék sinn annan leik með liðinu, og Hildur Antonsdóttir komu báðar inn á sem varamenn á 64. mínútu í stöðunni 0:0 en Fortuna Sittard er með 26 stig í þriðja sæti deildarinnar, 13 stigum minna en topplið Twente.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert