Portúgalinn Carlos Queiroz hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Katars í fótbolta. Hann tekur við af Felix Sánchez, sem þjálfaði Katar á HM á heimavelli í desember.
Þar tapaði Katar öllum þremur leikjum sínum og var Spánverjinn látinn fara í kjölfarið. Queiroz þekkir það vel að þjálfa landslið í Asíu, því hann var áður landsliðsþjálfari Írans og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Fyrsta mótið sem Katar leikur á undir stjórn Portúgalans er Asíumótið í júlí, en Katar er ríkjandi Asíumeistari.