Danska liðið Lyngby mætti Elfsborg á knattspyrnumótinu Atlantic Cup í Algarve í Portúgal í gær. Íslendingarnir í Lyngby voru áberandi.
Tochi Chukwuani skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Lyngby á áttundu mínútu eftir undirbúning hjá Alfreð Finnbogasyni.
Sævar Atli Magnússon leysti Alfreð af hólmi á 60. mínútu og 20 mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Lyngby og kom liðinu í 3:2.
Því miður fyrir Lyngby skoraði Elfsborg tvö mörk í lokin og vann 4:3-sigur. Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leikinn með Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.