Albert Guðmundsson skoraði fyrra mark Genoa í 2:0-sigri liðsins á Palermo í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Alberts kom Genoa á bragðið á 25. mínútu leiksins og var hann tekinn af velli einni mínútu fyrir leikslok.
Albert hefur nú skorað fjögur mörk í 22 leikjum í deildinni á tímabilinu auk þess að leggja upp þrjú mörk til viðbótar.
Filip Jagiello kom inn í hans stað og innsiglaði sigurinn með öðru marki Genoa á sjöundu mínútu uppbótartíma.
Með sigrinum styrkti Genoa stöðu sína í öðru sæti B-deildarinnar þar sem liðið er nú með 43 stig, fjórum stigum meira en Reggina í þriðja sæti, sem á þó leik til góða.