Ronaldo skoraði fjögur

Cristiano Ronaldo skoraði fjögur.
Cristiano Ronaldo skoraði fjögur. AFP

Cristiano Ronaldo var í stuði er hann og liðsfélagar hans í Al-Nassr í Sádi-Arabíu unnu 4:0-útisigur á Al-Wehda í efstu deild Arabaríkisins í gær.

Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Al-Nassr. Fyrri tvö mörkin gerði Ronaldo á 21. og 40. mínútu í fyrri hálfleik og bætti svo við mörkum á 53. mínútu úr víti og 61. mínútu.

Al-Nassr er í toppsæti deildarinnar með 37 stig, en Al-Shabab er í öðru sæti með jafnmörg stig og leik til góða.  

Mörkin má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert