Liðsmenn Frakklandsmeistara París SG máttu þola 1:3-skell á útivelli gegn Mónakó í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Liðið lék án Lionel Messi og Kylian Mbappé, en þeir eru frá vegna meiðsla.
Mónakó byrjaði af krafti og Aleksandr Golovin og Wissam Ben Yedder komu heimamönnum í 2:0 á fyrstu 18 mínútunum.
Hin 16 ára gamli Warren Zaïre-Emery minnkaði muninn fyrir PSG á 39. mínútu, en Ben Yedder gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Var ekkert skorað í seinni hálfleik.
Þrátt fyrir úrslitin er Parísarliðið á toppnum með 54 stig, sjö stigum á undan Mónakó.