Real heimsmeistari eftir átta marka leik

Real Madrid er heimsmeistari félagsliða.
Real Madrid er heimsmeistari félagsliða. AFP/Fadel Senna

Real Madrid er heimsmeistari félagsliða í fótbolta eftir 5:3-sigur á Al-Hilal í úrslitaleik í Rabat í Marokkó í kvöld.

Real er ríkjandi Evrópumeistari og er í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar en Al-Hilal er ríkjandi Asíumeistari og er í fjórða sæti í efstu deild Sádi-Arabíu.

Real byrjaði af krafti og Vinícius Júnior og Federico Valverde skoruðu tvö fyrstu mörkin á fyrstu 18 mínútunum, áður en Moussa Marega minnkaði muninn á 26. mínútu og var staðan í hálfleik 2:1.

Karim Benzema bætti við þriðja markinu á 54. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Valverde sitt annað mark. Liviano Vietto minnkaði muninn í 4:2 á 63. mínútu, áður en Vinícius skoraði sitt annað mark, 5:2. 

Vietto átti svo lokaorðið, því hann minnkaði muninn í 5:3 á 79. mínútu og þar við sat eftir afar fjörugan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert