Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum fyrir Wolfsburg þegar liðið heimsótti Essen í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.
Leiknum lauk með öruggum sigri Wolfsburg, 3:0, en Sveindís Jane skoraði annað mark Wolfsburg á 75. mínútu áður en henni var skipt af velli tveimur mínútum síðar.
Þetta var fjórða mark hennar á tímabilinu í ellefu leikjum en Wolfsburg er með 36 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar og hefur átta stiga forskot á Bayern München sem á leik til góða á Wolfsburg.