Pedri hetja Barcelona

Leikmenn Barcelona fagna sigri gegn Villarreal í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna sigri gegn Villarreal í kvöld. AFP/Jose Jordan

Barcelona er með ellefu stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir mikilvægan sigur gegn Villarreal á útivelli í dag.

Pedri reyndist hetja Barcelona en hann skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu í 1:0-sigri Börsunga.

Barcelona er með 56 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur 11 stiga forskot á Real Madrid sem er í öðru sætinu en Real Madrid á leik til góða á Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert