„Ég er samkynhneigður“

Jakub Jankto.
Jakub Jankto. Ljósmynd/Sparta Prag

Knattspyrnumaðurinn Jakub Jankto tilkynnti á Twitter í dag að hann væri samkynhneigður.

Jankto, sem er 27 ára gamall, er samningsbundinn Getafe á Spáni en hann leikur á láni hjá Sparta Prag í heimalandi sínu í dag.

Miðjumaðurinn er fastamaður í landsliðið Tékklands og á að baki 45 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.

„Ég vil lifa mínu lífi án hræðslu, án fordóma og sem frjáls og elskandi manneskja,“ sagði Jankto í færslu sinni.

„Ég er samkynhneigður og ég hef ekki áhuga á því að fela það lengur,“ bætti miðjumaðurinn við en færslan hefur vakið gríðarlega athygli enda ekki algengt að knattspyrnumenn, og sérstaklega landsliðsmenn, komi út úr skápnum á meðan ferill þeirra er enn í fullum gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert