Guðný í liði umferðarinnar

Guðný Árnadóttir er í liði umferðarinnar.
Guðný Árnadóttir er í liði umferðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir er í liði 17. umferðar ítölsku A-deildarinnar eftir góða frammistöðu með AC Milan gegn Pomigliano í gær.

AC Milan vann 1:0-sigur og stóð Guðný sig mjög vel í vörninni og lagði auk þess upp sigurmarkið.

Guðný er á sínu öðru tímabili með Milan og þriðja tímabili á Ítalíu, en hún kom til félagsins frá Napólí fyrir síðustu leiktíð. Þar á undan lék hún með Val og uppeldisfélaginu FH.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert