Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir er í liði 17. umferðar ítölsku A-deildarinnar eftir góða frammistöðu með AC Milan gegn Pomigliano í gær.
AC Milan vann 1:0-sigur og stóð Guðný sig mjög vel í vörninni og lagði auk þess upp sigurmarkið.
Guðný er á sínu öðru tímabili með Milan og þriðja tímabili á Ítalíu, en hún kom til félagsins frá Napólí fyrir síðustu leiktíð. Þar á undan lék hún með Val og uppeldisfélaginu FH.
𝗧𝗢𝗣 𝔼𝕃𝔼𝕍𝔼ℕ 📋🔝 17a Giornata 🗓️
— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) February 13, 2023
🇮🇹 #SerieAFemminile @TIM_Official
🔗 La news: https://t.co/DvDDYvbdH6
📊 By @OptaPaolo pic.twitter.com/DldhePjPzy