OFI frá Krít hafði betur gegn Lamia á útivelli í efstu deild gríska fótboltans í dag, 4:1.
Guðmundur Þórarinsson byrjaði á varamannabekknum hjá OFI, en var skipt inn á eftir klukkutíma leik í stöðunni 2:0.
Selfyssingurinn lét vita af sér með því að leggja upp fjórða markið á 88. mínútu. OFI er í níunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir 22 leiki.
Guðmundur hefur leikið 17 leiki með OFI á leiktíðinni, en hann kom til félagsins frá AaB í Danmörku síðasta sumar.