Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrra mark Bayern München er liðið vann 2:1-heimasigur á Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn skoraði með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá vinstri og réðu leikmenn Frankfurt ekkert við Glódísi í teignum.
Markið má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan, en það kemur eftir eina mínútu og 40 sekúndur.