Sveindís eldsnögg að refsa (myndskeið)

Sveindís Jane Jónsdóttir kláraði færið afar vel.
Sveindís Jane Jónsdóttir kláraði færið afar vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði annað mark Wolfsburg í öruggum 3:0-útisigri liðsins á Essen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær.

Íslenska sóknarkonan kom Wolfsburg í góða stöðu með markinu á 74. mínútu, er hún var eldsnögg að refsa andstæðingunum eftir mistök í vörn Essen.

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en það kemur þegar rúmlega ein mínúta og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert