Það vakti athygli mína, líkt og eflaust margra annarra, þegar tékkneski knattspyrnumaðurinn Jakub Jankto opinberaði að hann væri samkynhneigður í myndskeiði á samfélagsmiðlum í gær.
Hinn 27 ára gamli Jankto er þar með einn af örfáum knattspyrnumönnum sem koma út úr skápnum á meðan þeir spila enn, en hann leikur með Sparta Prag í heimalandinu, að láni frá spænska 1. deildar liðinu Getafe.
Aðeins er vitað um þrjá karlkyns atvinnumenn í knattspyrnu sem spila á hæsta stigi og eru opinberlega samkynhneigðir.
Jankto er að öðrum ólöstuðum stærsta nafnið á meðal þremenninganna enda þaulreyndur landsliðsmaður Tékklands og á að baki á annað hundrað leiki í ítölsku A-deildinni með Udinese og Sampdoria.
Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.