Albert í liði umferðarinnar

Albert Guðmundsson er í liði umferðarinnar í B-deildinni á Ítalíu.
Albert Guðmundsson er í liði umferðarinnar í B-deildinni á Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði 24. umferðar í ítölsku B-deildinni.

Albert skoraði fyrra mark Genoa er liðið vann 2:0-heimasigur á Palermo á föstudaginn var. Með sigrinum styrkti Genoa stöðu sína í öðru sæti deildarinnar, en efstu tvö liðin fara beint upp í A-deildina.

Sóknarmaðurinn hefur skorað fjögur mörk í 22 leikjum með Genoa á leiktíðinni. Hann kom til félagsins frá AZ Alkmaar í Hollandi um miðja síðustu leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert