Flensburg í góðri stöðu í riðli Vals

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö.
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýska stórliðið Flensburg er komið í afar góð mál í B-riðli Vals í Evrópudeild karla í handbolta eftir 29:21-útisigur á Aix frá Frakklandi í kvöld.

Flensburg er nú með 14 stig í toppsætinu, með þremur stigum meira en sænska liðið Ystad sem er í öðru sæti. Dugar liðinu einn sigur í síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér sigur í riðlinum. 

Aix er hins vegar dottið niður í fjórða sætið, sæti neðar en Valur, eftir leiki kvöldsins.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg en Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með Aix.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert