Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson náði aðeins að spila fyrri hálfleikinn í 2:2-jafntefli Stevenage gegn Newport í ensku D-deildinni í kvöld.
Jökull fékk högg í fyrri hálfleiknum, en Steve Evans knattspyrnustjóri Stevenage beið þar til í hálfleik til að skipta honum af velli.
Mosfellingurinn er að láni hjá Stevenage frá Reading. Hann hefur verið lánaður til Hungerford, Exeter, Morecambe og nú Stevenage frá árinu 2018, en Jökull er 21 árs gamall og á einn A-landsleik að baki.