Skagamaðurinn á skotskónum

Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson. Ljósmynd/KSÍ

FC Kaupmannahöfn hafði betur gegn Næstved í síðasta vináttuleik sínum fyrir seinni hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 2:0.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og skoraði annað mark liðsins á 61. mínútu. Hákon Arnar Haraldsson lék ekki með liðinu að þessu sinni.

Fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí er gegn Silkeborg á útivelli næstkomandi sunnudag. FCK er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á eftir toppliði Nordsjælland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert