Kayleigh Green reyndist hetja Wales þegar liðið mætti Filippseyjum á alþjóðlega mótinu Pinatar Cup á Spáni í dag.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Wales en Green skoraði sigurmark leiksins með marki úr vítaspyrnu á 45. mínútu.
Næsti leikur Wales verður gegn Íslandi í mótinu þann 18. febrúar en bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð mótsins.