Hissa á lítilli mótspyrnu PSG

Julian Nagelsmann (til hægri) leiðbeinir Alphonso Davies í leiknum í …
Julian Nagelsmann (til hægri) leiðbeinir Alphonso Davies í leiknum í gærkvöldi. AFP/Franck Fife

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, segir það hafa komið liðinu á óvart hversu litla mótspyrnu París SG veitti í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í París í gær.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Bayern, sem stýrði ferðinni stóran hluta leiksins.

„Við lékum afar vel fyrstu 25 mínúturnar, stjórnuðum leiknum vel. Við getum verið enn skilvirkari þegar við sækjum að markinu.

Manni leið sem það hafi komið okkur mikið á óvart hversu mikið við fengum að vera með boltann og að París vildi tiltölulega lítið gera,“ sagði Nagelsmann á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég vissi að þeir verjast aftarlega á vellinum en sú staðreynd að þeir veittu svona litla mótspyrnu, voru svo mikið aftarlega og ekki í stakk búnir til þess að vinna boltann kom mér svolítið á óvart,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert