Meistararnir skoruðu fjögur

Karim Benzema fagnar öðru marki sínu.
Karim Benzema fagnar öðru marki sínu. AFP/Javier Soriano

Karim Benzema skoraði tvívegis fyrir Real Madrid þegar liðið vann öruggan heimasigur gegn Elche í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Real Madrid, 4:0, en Marco Asensio kom Real Madrid yfir strax á 8. mínútu.

Benzema bætti svo við tveimur mörkum í fyrri hálfleik, á 31. mínútu og svo á 45. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.

Luka Modric innsiglaði svo sigur Real Madrid með marki á 80. mínútu en Real Madrid er með 48 stig í öðru sæti deildarinnar, átta stigum minna en topplið Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert