Benfica er í afar vænlegri stöðu í einvígi sínu gegn Club Brugge eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Belgíu í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Benfica, 2:0, en það voru þeir Joao Mário og David Neres sem skoruðu mörk Benfica í síðari hálfleik.
Portúgalska liðið leiðir því 2:0 í einvíginu en liðin mætast á nýjan leik í Portúgal eftir þrjár vikur.