Stórkostlegt sigurmark Dortmund gegn Chelsea

Karim Adeyemi leikur á Kepa Arrizabalaga, áður en hann skorar …
Karim Adeyemi leikur á Kepa Arrizabalaga, áður en hann skorar sigurmarkið. AFP/Ina Fassbender

Dortmund fer með 1:0-forystu í seinni leik sínum við Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir nauman heimasigur í fyrri leiknum í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Karim Adeyemi stórglæsilegt sigurmark á 63. mínútu.

Þýski landsliðsmaðurinn fékk boltann á eigin vallarhelmingi eftir horn frá Chelsea, brunaði upp allan völlinn og lék á bæði Enzo Fernández og Kepa Arrizabalaga áður en hann renndi boltanum í netið.

Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir hjá Chelsea tókst enska liðinu ekki að skora, þar sem Gregor Kobel átti stórleik í marki Dortmund. Þá bjargaði Emre Can í eitt sinn á línu, en inn vildi boltinn ekki.

Seinni leikurinn fer fram á Stamford Bridge þriðjudaginn 7. mars.

Dortmund 1:0 Chelsea opna loka
90. mín. Niklas Süle (Dortmund) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert