Dramatískur sigur Belga á Ítölum

Tessa Wullaert skoraði sigurmark Belgíu í dag.
Tessa Wullaert skoraði sigurmark Belgíu í dag. AFP/Geoff Caddick

Belgía hafði betur gegn Ítalíu, 2:1, í hörkuleik í Arnold Clark-bikarnum, alþjóðlegu móti í knattspyrnu kvenna sem fer fram á Englandi, í dag.

Bæði þessi lið voru með Íslandi í riðli á EM 2022 á Englandi síðastliðið sumar.

Marie Detruyer kom Belgíu yfir eftir rúmlega stundarfjórðungs leik áður en Manuela Giugliano jafnaði metin fyrir Ítalíu á 64. mínútu.

Tessa Wullaert, markahæsti leikmaður í sögu Belgíu og liðsfélagið Hildar Antonsdóttur og Maríu Catharinu Ólafsdóttur Gros hjá Fortuna Sittard í Hollandi, hafði komið inn á sem varamaður skömmu fyrir jöfnunarmark Ítala.

Wullaert skoraði sigurmark Belgíu á 90. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert