Íslendingurinn fer ekki fet

Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson. Ljósmynd/Holstein Kiel

Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er ekki á förum frá þýska B-deildarfélaginu Holstein Kiel.

Framherjinn, sem 29 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni en mbl.is greindi frá því á dögunum að þýska félagið hefði hafnað tveimur tilboðum frá Svíþjóð í leikmanninn.

Hólmbert ekki til liðs við Holstein Kiel frá Brescia árið 2021 en hann lél með Lilleström í Noregi á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 13 mörk í 36 leikjum.

„Að láta einhvern leikmann fara, sem er hluti af okkar byrjunarliði, er mjög erfitt,“ sagði Marcel Rapp þjálfari Holstein Kiel í samtali við þýska miðilinn Bild.

„Hann býr yfir eiginleikum sem við höfum ekki haft áður í okkar liði,“ bætti Rapp við en Holstein Kiel er í áttunda sæti þýsku B-deildarinnar með 28 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert