Munu refsa fyrir kynþáttaníð með stigafrádrætti

Gabriel Barbosa og Arturo Vidal eru leikmenn Flamengo í brasilísku …
Gabriel Barbosa og Arturo Vidal eru leikmenn Flamengo í brasilísku A-deildinni. AFP/Fadel Senna

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að herða refsingar vegna kynþáttaníðs á knattspyrnuleikjum í landinu allverulega. Þar á meðal eiga lið á hættu á að stig verði dregin af þeim í deildakeppnum.

Samkvæmt nýjum reglum sambandsins munu refsingar fara stigvaxandi.

Við fyrsta brot verður félag sektað og við annað brot þarf liðið annað hvort að spila fyrir luktum dyrum eða spila á útivelli í stað heimavallar.

Við þriðja brot verða stig dregin af liðinu.

Ednaldo Rodrigues, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins hefur gefið það út að barátta gegn kynþáttafordómum sé á meðal forgangsmála hans.

Sjálfur er Rodrigues dökkur á hörund og varð á síðasta ári fyrsti þeldökki forsetinn í sögu sambandsins, sem spannar yfir 100 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert