Naumir sigrar Shakhtar og Salzburg – markalaust hjá Ajax

Nicolas Capaldo, Strahinja Pavlovic og Tammy Abraham í leik Salzburg …
Nicolas Capaldo, Strahinja Pavlovic og Tammy Abraham í leik Salzburg og Roma í kvöld. AFP

Auk stórleiks Barcelona og Manchester United er þremur leikjum til viðbótar lokið í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla.

Shakhtar Donetsk mætti Rennes og hafði naumlega betur, 2:1.

Dmytro Kryskiv og Artem Bondarenko komu Shakhtar í 2:0 í fyrri hálfleik áður en Karl Toko Ekambi minnkaði muninn fyrir Rennes í þeim síðari.

Red Bull Salzburg mætti Roma í Austurríki og vann með minnsta mun, 1:0.

Nicolas Capaldo skoraði sigurmark Salzburg tveimur mínútum fyrir leikslok.

Ajax fékk Union Berlín í heimsókn til Amsterdam og gerðu liðin markalaust jafntefli.

Það er því sannarlega allt opið enn í viðureignunum þremur fyrir síðari leiki liðanna eftir slétta viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert