Rekinn tvisvar með 31 dags millibili

Framherjinn Victor Osimhen í baráttunni við varnarmenn Salernitana.
Framherjinn Victor Osimhen í baráttunni við varnarmenn Salernitana. AFP/Filippo Monteforte

Knattspyrnuþjálfaranum David Nicola var sagt upp störfum hjá ítalska A-deildarfélaginu Salernitana í gær.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Nicola, sem er 49 ára gamall, tók við þjálfun liðsins í febrúar á síðasta ári.

Hann var látinn taka pokann sinn í janúar eftir stórt tap gegn Atalanta, 8:2, en var svo ráðinn aftur til félagsins tveimur dögum síðar.

Hann var svo látinn taka pokann sinn á nýjan leik í gær eftir slæm úrslit en Salernitana er í 16. sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Paulo Sousa var ráðinn sem nýr þjálfari liðsins en hann stýrði síðast Flamengo í Brailíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert