Hvorugt ungstirnið með gegn United

Gavi og Pedri spila ekki á Old Trafford.
Gavi og Pedri spila ekki á Old Trafford. AFP/Giuseppe Cacace

Barcelona, topplið spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, verður án tveggja af sínum skærustu stjörnum í síðari leik liðsins gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford næstkomandi fimmtudag.

Hinn 18 ára gamli Gavi fékk gult spjald í fyrri leiknum í gær, frábæru 2:2-jafntefli á Nývangi, og er þar með kominn í leikbann.

Hinn tvítugi Pedri fór þá meiddur af velli eftir hálftíma leik og samkvæmt Goal verður hann frá í mánuð vegna meiðslanna.

Báðir eru þeir miðjumenn og á meðal þeirra allra bestu í sínum aldursflokki.

Fyrir eru fyrirliðinn Sergio Busquets og franski vængmaðurinn Ousmane Dembélé meiddir og verða ekki heldur með í síðari leiknum gegn Man. United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert