AGF hafði betur gegn AaB, 1:0, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti á árinu hjá liðunum, eftir vetrarfrí.
Mikael Anderson byrjar nýja árið vel, því hann skoraði sigurmark AGF á 65. mínútu. Lék hann allan leikinn með liðinu og nældi sér í gult spjald á 84. mínútu.
AGF er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, tíu stigum á eftir toppliði Nordsjælland.