Valgeir Lunddal Friðriksson og liðsfélagar hans hjá Svíþjóðarmeisturum Häcken fóru einstaklega vel af stað í sænsku bikarkeppninni í dag er liðið vann auðveldan sigur á Jönköping, 5:0.
Valgeir var á sínum stað í byrjunarliði Häcken og fór af velli á 77. mínútu, þegar staðan var orðin 4:0.
Um fyrsta leik liðanna í riðli 1 í bikarkeppninnar var að ræða en Halmstad og Trollhättan er einnig í honum.