Arnór hetja Íslendingaliðsins

Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið.
Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslendingaliðið Norrköping hafði betur gegn GAIS á útivelli í sænska bikarnum í fótbolta í dag, 1:0.

Arnór Ingvi Traustason, Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason voru allir í byrjunarliði Norrköping og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 41. mínútu.

Nafnarnir léku allan leikinn en Ari fór meiddur af velli á 24. mínútu. Andri Lucas Guðjohnsen var allan tímann á bekknum hjá Norrköping.

Þá lék Davíð Kristján Ólafsson allan leikinn fyrir Kalmar í 3:2-sigri á Trelleborg á heimavelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert