Dortmund vann sannfærandi 4:1-heimasigur á Hertha Berlin í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Með sigrinum jafnaði Dortmund topplið Bayern München á stigum, en bæði lið eru nú með 43 stig, eins og Union Berlin sem gerði markalaust jafntefli við Schalke á heimavelli fyrr í dag.
Karim Adeyemi og Donyell Malen komu Dortmund í 2:0 með mörkum á 27. og 31. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik.
Berlínarliðið kom sér inn í leikinn með marki frá Lucas Tousart strax í upphafi seinni hálfleiks en þeir Marco Reus og Julian Brandt bættu við mörkum á síðasta korterinu og tryggðu Dortmund sigurinn.