Juventus vann sinn þriðja sigur í röð í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld er liðið lagði Spezia á útivelli, 2:0. Juventus hefur ekki fengið á sig mark í leikjunum þremur og er því á góðri siglingu.
Moise Kean kom Juventus yfir á 32. mínútu og Ángel Di María bætti við öðru markinu á 66. mínútu.
Juventus er í sjöunda sæti með 32 stig, en 15 stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar.