Madrídingar halda lífi í toppbaráttunni

Marco Asensio fagnar marki sínu í gær.
Marco Asensio fagnar marki sínu í gær. AFP/Cesar Manso

Spánarmeistarar Real Madrid unnu góðan útivallarsigur, 2:0, á spútnik liði spænsku 1. deildarinnar sem af er tímabils, Osasuna, í gær. 

Það eru þó nokkur meiðsli í herbúðum Madríd en til að mynda vantaði stórstjörnunnar Karim Benzema og Toni Kroos. 

Federico Valverde kom Madríd yfir á 78. mínútu leiksins og Marco Asensio gekk frá leiknum í uppbótartíma, 2:0. Madrídarliðið er nú með 51 stig í öðru sæti, fimm minna en Barcelona sem á einnig leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert