Aðeins einn verðmætari en Hákon í Danmörku

Hákon Arnar Haraldsson er eftirsóttur.
Hákon Arnar Haraldsson er eftirsóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með FC Kaupmannahöfn undanfarna mánuði.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið einn besti leikmaður liðsins og staðið sig vel í dönsku úrvalsdeildinni, sem og Meistaradeild Evrópu. Hefur hann vegna þessa verið orðaður við stærri félög og þar á meðal RB Salzburg í Austurríki.

Samkvæmt hlaðvarpi danska fjölmiðilsins BT er aðeins einn leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar verðmætari en Skagamaðurinn ungi.

Sérfræðingar hlaðvarpsins segja Hákon vera metinn á 135 milljónir danskra króna, eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Ernes Nuamah, 19 ára leikmaður Nordsjælland, er einn fyrir ofan Hákon og metinn á 151 milljón danskra króna, eða 3,15 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka