Brasilíska knattspyrnumanninum Daniel Alves verður ekki sleppt gegn tryggingu úr varðhaldi í Barcelona, en spænskir dómstólar komust að niðurstöðu um að hann myndi sæta fangelsisvist fram að réttarhöldum í máli þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot.
Alves var handtekinn þann 20. janúar síðastliðinn vegna gruns um að hafa nauðgað konu á skemmtistað í Barcelona þann 30. desember síðastliðinn.
Eftir að hafa hlýtt á framburð Alves, meints fórnarlambs og eins vitnis fyrirskipaði dómari að hann skyldi færður til fangelsisvistar í borginni án lausnargjalds.
Lögfræðingur Alves lagði fram beiðni til dómara um að endurskoða ákvörðun og gefa Brasilíumanninum færi á að greiða lausnargjald með því skilyrði að Alves myndi láta vegabréf sitt af hendi og fara ekki úr landi, auk þess sem hann myndi halda sér fjarri meintu fórnarlamdi og bæri ökklaband, svo lögregla gæti sinnt rafrænu eftirliti.
Dómarinn hafnaði þeirri kröfu í dag og sagði fjárhagslega stöðu Alves of sterka til að treysta því að hann kæmist ekki úr landi. Yfirvöld á Spáni geta ekki farið fram á að framsal brasilískra borgara frá heimalandinu og yrði Alves því mögulega óhultur í heimalandinu.
Verður hann því áfram í varðhaldi þar til réttarhöld í málinu fara fram, en ekki hefur verið gefin út dagsetning fyrir þau, þar sem málið er enn í rannsókn.