Aron fór meiddur af velli

Aron Einar Gunnarsson í 100. landsleiknum síðasta haust. Hann meiddist …
Aron Einar Gunnarsson í 100. landsleiknum síðasta haust. Hann meiddist í dag. Ljósmynd/KSÍ

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, fór meiddur af velli í dag þegar lið hans, Al-Arabi, sótti Al-Markhiya heim í katörsku úrvalsdeildinni.

Aron þurfti að fara af velli á 39. mínútu leiksins vegna meiðslanna en ekki liggur fyrir hversu alvarleg þau eru.

Al-Arabi vann leikinn 2:0 og er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig úr 14 leikjum, einu stigi á eftir toppliðinu Al-Duhail.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka