Evrópumeistararnir mæta til Liverpool

Leikmenn Real fagna eftir sigurinn á Liverpool í úrslitaleiknum á …
Leikmenn Real fagna eftir sigurinn á Liverpool í úrslitaleiknum á Stade France síðasta vor. AFP/Paul Ellis

Liverpool og Real Madrid, liðin sem léku til úrslita í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, mætast í fyrra sinn í 16-liða úrslitum keppninnar á Anfield í Liverpool í kvöld.

Liverpool, sem er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir átta leiki, hafnaði í öðru sæti A-riðils með 15 stig, eins og Napólí frá Ítalíu. Napólí var hins vegar með betri árangur innbyrðis og tók því toppsætið.

Real Madrid er í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar með 51 stig, átta stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona. Liðið endaði í toppsæti F-riðils með 13 stig, einu stigi meira en Leipzig frá Þýskalandi.

Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Napólí mætast einnig í kvöld. Seinni leikir einvígjanna fara fram eftir þrjár vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert