Missir af fyrsta leik tímabilsins

Ísak Snær Þorvaldsson verður ekki með Rosenborg í fyrsta leik …
Ísak Snær Þorvaldsson verður ekki með Rosenborg í fyrsta leik tímabilsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson verður ekki með Rosenborg í fyrsta leik liðsins á komandi tímabili vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu liðsins.

Ísak varð fyrir vöðvameiðslum og verður hann því ekki með Rosenborg er liðið mætir Viking á útivelli í norska bikarnum sunnudaginn 12. mars.

Leikmaðurinn, sem kom frá Breiðabliki á síðasta ári, verður hins vegar klár í slaginn þegar Rosenborg mætir Viking á heimavelli í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar 10. apríl.

Liðið er sem stendur í æfingaferð á Marbella á Spáni. Kristall Máni Ingason leikur einnig með Rosenborg, en hann kom til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík um mitt síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka