Napoli stendur mjög vel að vígi í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta eftir góðan útisigur á Eintracht Frankfurt, 2:0, í Þýskalandi í gærkvöld.
Kevin Trapp, markvörður Eintracht, varði vítaspyrnu frá Khvicha Kvaratskhelia á 36. mínútu en það var skammgóður vermir. Fjórum mínútum síðar skoraði Victor Osimhen fyrir Napoli eftir sendingu frá Hirving Lozano, 1:0.
Staðan Eintracht versnaði enn á 58. mínútu þegar Kolo Muani Randal fékk rauða spjaldið. Sjö mínútum síðar skoraði Giovanni Di Lorenzo fyrir ítalska liðið, 2:0, og það er með mjög góð tök á einvíginu fyrir seinni leikinn á Ítalíu.