Leikmaður Liverpool fékk 2 í einkunn

Vinícius Junior fagnar marki í gær en Joe Gomez og …
Vinícius Junior fagnar marki í gær en Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru niðurlútir. AFP/Paul Ellis

Enska liðið Liverpool mátti þola skell á heimavelli í fyrri leik liðsins við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi, 2:5.

Liverpool komst í 2:0 snemma leiks, en Real svaraði með fimm mörkum og hreinlega valtaði yfir heimamenn.

Franska dagblaðið L'Équipe gaf öllum leikmönnum leiksins einkunn frá 0-10 og var Brasilíumaðurinn Vinícius Jr. maður leiksins að mati miðilsins með 9 í einkunn, en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Joe Gomez átti hins vegar mjög erfitt uppdráttar í vörn Liverpool og fékk 2 í einkunn hjá franska miðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert